Ég negli og saga og smíða mér...

miðvikudagur, júlí 04, 2007


Óboðinn gestur....

Já íbúar Lambaselsins eru víst orðnir 4!!!

Hér til hliðar má sjá fjarskyldan ættingja ROTTUNAR sem Valurinn barðist hetjulega barráttu við með dyggri aðstoð nágrannans! Rottan vann...eða hún allavega flúði af hólmi.

Nú hefur verið keypt gildra og verið að huga að frekari aðgerðum...hvar kaupir maður rottueitur?

þriðjudagur, júní 19, 2007

Ég veit ég lofaði myndum af rappinu...en það kom í ljós að þetta var basically búið að sletta dökkgrárri drullu á veggina svo ég læt það vera í bili að setja inni myndir af því en set eina hvalamynd í staðinn..."Send Shamu back to the ocean"!!!
Kv. Aníta

föstudagur, júní 08, 2007

Sælir aðdáendur...
Það er nýtt að frétta að nú er búið að neta alla veggi og þeir þar með tilbúnir í rapp...eða whataever it's called. Múrararnir koma sem sagt á mánudaginn og klína múr yfir einangrunina...aka að rappa. Svo er annar geirfugl að laga húsið að utan og því næst er vona á píppanum í gólfin:) Ég lofa nýjum myndum á mánudaginn af nýröppuðum veggjum hússins...það er ef múrarinn stendur við stóru orðin!!!
Annars sendum við hjónin barráttu kveðjur til Gústa sem situr ósofin og útúrtaugaður yfir Mastersverkefninu sínu...GANGI ÞÉR VEL :)
Kveðja Aníta

fimmtudagur, maí 03, 2007




Smá tæknilegir örðuleikar urðu til þess að ég komst ekki inn á síðuna til að setja inn myndir en hér koma þær loksins...
Efri myndin sýnir sem sagt veggstubb sem gamli sagaði úr hurðargati :)
Neðri myndin sýnir svo fulleinangraða útveggi hússins:) þarna er horft eftir svefnherbergisálmunni :)
Nú erum við að bíða eftir múrurum....sem eru svipað auðfundnir og geirfuglinn nú á tímum!
Allavega þá heldur sagan áfram og aðdáendur...aðdáandi síðunnar getur andað léttar:)
Bestu kveðjur
Nellý


miðvikudagur, apríl 18, 2007

Sæl öll...eða allavega Hæ Gústi

Long time no blogg!

Það er allt á blússandi siglingu....Gústi vildi meina að þetta væri eins og að fylgjast með steypu þorna eða grasi vaxa (man það ekki alveg) en nú mætti segja að það væri búið að setja hrossaskít á grasið og það spretti sem aldrei fyrr ;-) Allavega þá eru nú komnir gluggar og hurðar í slotið og það verður byrjað að einangra á næstu dögum :)
Ég mæli ekki með því að fólk fari í svona framkvæmdir nema að eiga góðan lager af geðlyfjum!!
Allavega þá skelli ég inn myndum við fyrsta tækifæri!

Bestu kveðjur
Nellý

miðvikudagur, mars 07, 2007

Kraninn farinn !!


jæja danski nú förum við að bæta okkur í blogginu, annars segir kristín mér að þú skiptir bara mánaðarlega ;)

föstudagur, janúar 19, 2007

Fronturinn

Jæja það er að koma mynd á þetta, kannturinn steyptur í næstuviku !!